á endalausu ferðalagi...
mánudagur, maí 09, 2005
Góðan daginn allir....
Það fengu næstum því allir langa helgi hér í Odense nema við sem erum í SDU. Það var uppstigninardagur á fimmtudaginn og svo á föstudaginn voru svo flest allir skólar og margir vinnustaðir í fríi á föstudaginn.
Annars var saumaklúppur á miðvikudaginn hérna hjá okkur á Raksinu. Það var eins og alltaf mikið af alskonar kræsingum og spjalli langt fram eftir kvöldi.
Á fimmtudaginn vorum við Berglind duglegar að læra og um kvöldið hittumst við nokkrar og kíktum í bæinn. Ég og Ólöf fórum snemma heim miðað við hinar stelpurnar enda ætlaði ég að mæta í tíma kl. 8 á föstudagsmorgni sem ég og gerði.
Á föstudeginum kom Gústi upp í skóla til mín og við kíktum svo saman í Rosengaard um kvöldið skoðuðum við kolonigarða og Gústi fór svo með strákunum á barinn.
Laugardagurinn fór svo í lærdóm og Gústi fór með Jóa, Birki og Axel út af hjóla. Strákarnir lentu svo þvílíku hagli og rigningu með þrumum og eldingu. Gústi og Axel voru blautir inn af beini þegar þeir komu svo heim. Enda var það mjög heit sturta. Um kvöldið kíktum við til Jóa og Rögnu.
Sunnudagurinn fór svo í að Gústi fór svo að spila fótbolta með B 1913, þeir voru að keppa á móti liðið úr Vollsmose og íslensku strákarnir unnu! Það var líka eins gott svo þeir detti ekki niður um seríu. Við Ólöf kíktum á meðan á Myllu markað í Lumby og svo á antiksölur í AAsum. Við fengum líka sendingu frá Íslandi. Það er bara gaman að fá svona pakka frá "útlöndum" og mig hlakkar bara til að fara borða SS pylsur og drekka malt og appelsín og coca puffs á sunnudögum. Takk fyrir okkur Hrönn og Sigurjón. Svo fengum við skemmtilegt sms rétt áður en við fórum að sofa í gær, það er fölgun á gestunum okkar í sumar um 50%. Já Jóhanna, Egill og strákarnir ætla að koma líka á sama tíma og Lilja, Jói og krakkarnir koma. Við er strax farin að hlakka til að fá að hitta þau öll hér í sumar.
Jæja ætla hætta þessu í bili. Þeir sem eru í prófi í dag gangi ykkur vel.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.